Nordic eMarketing
Heim > Þjónusta > Val á vefkerfi
click here to contact us

Ráðgjöf við val á vefumsjónarkerfi

val á vefumsjónakerfiHverjir standast þínar þarfir og okkar kröfur?

Þessum tveimur mikilvægu spurningum kunnum við að svara. The Engine sérhæfir sig í ráðgjöf en lætur aðra um framleiðsluna. Í stað þess að selja þér okkar vefumsjónarkerfi þekkjum við til hlítar alla valkosti sem eru í boði, bæði hérlendis og erlendis.

Við þarfagreinum þitt fyrirtæki, búum til útboðsgögn og kortleggjum markaðinn áður en þú leggur af stað.

Það er ekki þitt hlutverk að vita hvað þú þarft - það er okkar hlutverk

Það er auðvelt fyrir söluaðila vefumsjónarkerfa að segja að eitthvað virki - en okkar hlutverk er að sannreyna það áður en þú kaupir þjónustu þeirra. Þarfir fyrirtækja og einstaklinga eru afar ólíkar og markmið okkar er að tryggja þér kerfið sem þú þarft - ekki kerfi sem einhver annar vill selja þér.

Þess vegna seljum við engar vörur, aðeins þjónustu. Fagmennska okkar byggir á því að við störfum eingöngu sem óháðir ráðgjafar. The Engine er ekki skuldbundið einum samstarfsaðila umfram annan. Þetta þýðir að þegar við mótum þína ráðgjöf koma allar vandaðar lausnir til greina. Þannig finnum við bestu lausnina - þá sem hentar þér.

Val á vefumsjónarkerfi - hvað þarf að hafa í huga?

  • Kerfið þarf að vera einfalt og henta vel fyrir innri og ytri kerfi fyrirtækja og stofnana.
  • Kerfið þarf að vera í stakk búið til að takast á við markaðssetningu á internetinu.
  • Kerfið þarf að vera notendavænt fyrir þann sem vinnur með það en jafnframt sveigjanlegt fyrir þá sem eru lengra komnir í vefsíðugerð. 
  • Nauðsynlegt er að kerfið geti vaxið með fyrirtækinu.
  • Kerfið þarf að geta reiknað TCO. Ein besta leiðin til að skilja kostnaðinn við að reka vef er að reikna heildarkostnað eignar/reksturs, t.d. yfir næstu þrjú til fimm ár eftir kaup.
    Því er nauðsynlegt að skoða t.d. kerfi sem kostar lítið í upphafi en er með hátt mánaðargjald og bera það saman við kerfi sem kostar mikið í upphafi en er með lágt mánaðargjald.